Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 19:30 Bóluefni AstraZeneca hefur enn ekki fengið markaðsleyfi í Evrópu. AP/Gareth Fuller Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv. Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Skammtarnir hefðu þó átt að vera nær 75 þúsund miðað við fréttir frá Noregi að því er Rúv greinir frá, en vandræði sem upp hafa komið við framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa sett strik í reikninginn. Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum að töf yrði á afhendingu bóluefnis AstraZeneca innan Evrópusambandsins líkt og Vísir greindi frá á föstudaginn. Afkastageta framleiðslustöðva fyrirtækisins í Evrópu er sögð hafa verið minni en búist var við. Þá eru bráðabirgðaáætlanir um afhendingu háðar því að bóluefnið fái markaðsleyfi frá Evrópusambandinu, sem vonir standa til að gerist á næstu dögum eða vikum. Í framhaldinu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst óánægju með gang mála og hefur forystufólk Evrópusambandsins sett þrýsting á stjórnendur fyrirtækisins um að standa við samninga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að lítið væri hægt að segja á þessari stundu um hvaða áhrif þessi töf hjá AstraZeneca hefði á Ísland enda væri erfitt að segja til um það þegar bóluefnið hafi enn ekki einu sinni fengið markaðsleyfi í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun á morgun flytja munnlega skýrslu á Alþingi umöflun og dreifingu bóluefnis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö á morgun og er munnleg skýrsla ráðherra annað mál á dagskrá að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma samkvæmt dagskrá þingsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira