Erlent

Níu námu­verka­mannanna látnir

Atli Ísleifsson skrifar
Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni.
Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni. Getty/Yang Bing

Níu þeirra námuverkamanna sem fastir voru í gullnámu í Shandong-héraði eftir að hún féll saman fyrr í mánuðinum, eru látnir.

Frá þessu greina kínverskir fjölmiðlar í dag. Fréttir bárust af því í gær að tekist hafi að bjarga ellefu mönnum úr námunni sem féll saman eftir að sprenging varð þann 10. janúar síðastliðinn.

BBC segir frá því að ekki sé vitað um afdrif eins námuverkamanns. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi eftir sprenginguna.

Rúmlega sex hundruð manns hafa unnið að björgun mannanna síðustu daga.


Tengdar fréttir

Ellefu bjargað úr námu í Kína

Ellefu námuverkamönnum var bjargað úr námu í Kína eftir að þeir höfðu verið fastir þar í tvær vikur. Einn er sagður hafa dáið og örlög tíu til viðbótar eru óljós. Göng sem verið var að grafa í nýrri gullnámu í Kína hrundu í sprengingu þann 10. janúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×