Ellefu bjargað úr námu í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 09:57 Mennirnir voru mjög veikburða og þurfti að hylja augu þeirra þar sem þeir höfðu verið svo lengi í niðamyrkri. AP/Luan Qincheng/Xinhua Ellefu námuverkamönnum var bjargað úr námu í Kína eftir að þeir höfðu verið fastir þar í tvær vikur. Einn er sagður hafa dáið og örlög tíu til viðbótar eru óljós. Göng sem verið var að grafa í nýrri gullnámu í Kína hrundu í sprengingu þann 10. janúar. Mönnunum var svo bjargað í morgun og voru augu þeirra hulin þegar þeir voru bornir upp úr námunni. Fjölmiðlar í Kína segja sjö menn af tíu hafa getið gengið sjálfa í sjúkrabíla. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni fyrir tveimur vikum. Auk þeirra sem hefur verið bjargað og þess sem hefur dáið eru tíu lokaðir inni til viðbótar. Hægt er að senda mat og vatn til þeirra en ekki liggur fyrir hvernig gengur að grafa þá út, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. 633 menn hafa unnið að björgun mannanna úr námunni. Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vitnar í kínverska fjölmiðla, hafa níu yfirmenn námunnar verið handteknir fyrir að tilkynna slysið ekki strax. Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi. Öryggi hefur þó aukist nokkuð á undanförnum árum en á árum áður dóu um fimm þúsund námuverkamenn á ári í landinu. Það er þó langt síðan en aukin eftirspurn eftir kolum og góðmálmum hefur leitt til þess að dauðsföllum hefur fjölgað á nýjan leik. Kína Tengdar fréttir Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40 22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Mönnunum var svo bjargað í morgun og voru augu þeirra hulin þegar þeir voru bornir upp úr námunni. Fjölmiðlar í Kína segja sjö menn af tíu hafa getið gengið sjálfa í sjúkrabíla. Alls lokuðust 22 menn inni á um 600 metra dýpi í sprengingunni fyrir tveimur vikum. Auk þeirra sem hefur verið bjargað og þess sem hefur dáið eru tíu lokaðir inni til viðbótar. Hægt er að senda mat og vatn til þeirra en ekki liggur fyrir hvernig gengur að grafa þá út, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. 633 menn hafa unnið að björgun mannanna úr námunni. Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vitnar í kínverska fjölmiðla, hafa níu yfirmenn námunnar verið handteknir fyrir að tilkynna slysið ekki strax. Námuslys eru tíð í Kína og oft er öryggi ábótavant í námum þar í landi. Öryggi hefur þó aukist nokkuð á undanförnum árum en á árum áður dóu um fimm þúsund námuverkamenn á ári í landinu. Það er þó langt síðan en aukin eftirspurn eftir kolum og góðmálmum hefur leitt til þess að dauðsföllum hefur fjölgað á nýjan leik.
Kína Tengdar fréttir Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40 22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Tólf kínverskir námumenn enn á lífi en innilokaðir á 600 metra dýpi Björgunarsveitir í Kína segja að tólf kínverskir námamenn sem hafa verið innilokaðir í gullnámu eftir að sprenging lokaði námumunanum séu enn á lífi en sprengingin varð fyrir viku síðan. 18. janúar 2021 07:40
22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn. 12. janúar 2021 08:30