Jóhannes Eðvaldsson látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 23:13 Jóhannes Eðvaldsson í leik með Celtc gegn Rangers á sínum tíma. Peter Robinson/Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins. Jóhannes fæddist árið 1950 í Vestmannaeyjum en hóf feril sinn með Val. Aðeins 22 ára gamall reyndi hann fyrir sér í atvinnumennsku með Cape Town í Suður-Afríku. Hann lék svo með Metz í Frakklandi og Holbæk í Danmörku áður en hann gekk til liðs við Celtic árið 1975. Þar lék hann í fimm ár og skoraði alls 36 mörk í 188 leikjum fyrir félagið. Alls varð hann tvisvar Skotlandsmeistari sem og liðið vann einn bikarmeistaratitil er Jóhannes var í herbúðum liðsins. Jóhannes var talinn einkar fjölhæfur leikmaður og fékk hið skemmtilega gælunafn „Shuggy“ á meðan hann var á mála hjá Celtic. Thoughts and prayers for the family of former Celt Johannes Edvaldsson (Big Shuggie) who sadly has passed away with Covid. Shuggie was part of the "10 men won the league" God bless you big man, thank you for the memories. @CelticFC pic.twitter.com/EdZEZUNOq3— Michael McCahill (@MickMcCahill) January 24, 2021 Eftir fimm sigursæl ár í Skotlandi hélt Shuggy til Bandaríkjanna. Þaðan lá leiðin til Hannover 96 í Þýskalandi og svo aftur til Skotlands þar sem hann lék með Motherwell áður en skórnir fóru á hilluna árið 1984. Jóhannes var eldri bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og þjálfara. Atli lést eftir baráttu við krabbamein árið 2019. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Annað var með bakfallsspyrnu gegn Austur-Þýskalandi í fræknum 2-1 sigri. Skoski boltinn Andlát Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Jóhannes fæddist árið 1950 í Vestmannaeyjum en hóf feril sinn með Val. Aðeins 22 ára gamall reyndi hann fyrir sér í atvinnumennsku með Cape Town í Suður-Afríku. Hann lék svo með Metz í Frakklandi og Holbæk í Danmörku áður en hann gekk til liðs við Celtic árið 1975. Þar lék hann í fimm ár og skoraði alls 36 mörk í 188 leikjum fyrir félagið. Alls varð hann tvisvar Skotlandsmeistari sem og liðið vann einn bikarmeistaratitil er Jóhannes var í herbúðum liðsins. Jóhannes var talinn einkar fjölhæfur leikmaður og fékk hið skemmtilega gælunafn „Shuggy“ á meðan hann var á mála hjá Celtic. Thoughts and prayers for the family of former Celt Johannes Edvaldsson (Big Shuggie) who sadly has passed away with Covid. Shuggie was part of the "10 men won the league" God bless you big man, thank you for the memories. @CelticFC pic.twitter.com/EdZEZUNOq3— Michael McCahill (@MickMcCahill) January 24, 2021 Eftir fimm sigursæl ár í Skotlandi hélt Shuggy til Bandaríkjanna. Þaðan lá leiðin til Hannover 96 í Þýskalandi og svo aftur til Skotlands þar sem hann lék með Motherwell áður en skórnir fóru á hilluna árið 1984. Jóhannes var eldri bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og þjálfara. Atli lést eftir baráttu við krabbamein árið 2019. Alls lék Jóhannes 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma og gerði í þeim tvö mörk. Annað var með bakfallsspyrnu gegn Austur-Þýskalandi í fræknum 2-1 sigri.
Skoski boltinn Andlát Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira