Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Sylvía Hall skrifar 24. janúar 2021 22:51 Trump hélt til Flórída á miðvikudag. Getty/Pete Marovich Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01
Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32