Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Sylvía Hall skrifar 24. janúar 2021 22:51 Trump hélt til Flórída á miðvikudag. Getty/Pete Marovich Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01 Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23. janúar 2021 23:01
Ákærður fyrir morðhótanir í garð þingmanns Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti. 23. janúar 2021 22:32