Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2021 18:51 Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01
Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54