Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2021 18:01 Í dag sauð uppúr milli þeirra Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs, sem eitt sinn voru samherjar í rekstri fjölmiðla. Gunnar Smári svarar því fullum hálsi sem fram kemur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Á ýmsum netmiðlum í dag hafa birst brot út bókinni sem mun koma út í næstu viku. Þar segir heldur nöturlega af því hvernig Gunnar Smári, sósíalistaleiðtoginn sjálfur, en þá forstjóri Dagsbrúnar hafi varla nennt til Danmerkur nema fá undir sig einkaþotu. En þar var Gunnar Smári að vinna að því að koma Nyhedsavisen á legg á vegum fjölmiðlafyrirtæksins Dagsbrúnar, Gunnar Smári sem forstjóri en Jón Ásgeir sem helsti eigandi. Í svargrein Gunnar Smára hafnar hann þessu sem aumu sparki og hálfsannleik. Sem hann telur að hljóti að vera að undirlagi Einars Kárasonar: „Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig,“ segir Gunnar Smári í grein sinni. Þar lýsir Gunnar Smári mikilvægum og róstursömum þætti í fjölmiðlasögunni, eins og hann horfir við sér. Eitt brotið úr bókinni sem Viðskiptablaðið birti fyrst fjölmiðla í dag, en DV og Hringbraut tóku upp í kjölfarið, og Gunnar Smári svarar í ofangreindum tilvitnuðum búti úr grein hans er svohljóðandi: „En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefið út 2006–2008.) En það var engin heimavinna unnin. Það var tilkynnt digurbarkalega á blaðamannafundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að samkeppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undirbúa það, starta sínum eigin fríblöðum og svo framvegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfirleitt opið að utan að póstkössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Danmörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs, þótt ekki væri það sambærilegt við tapið í Danmörku. Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“ Fjölmiðlar Verslun Tengdar fréttir Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Á ýmsum netmiðlum í dag hafa birst brot út bókinni sem mun koma út í næstu viku. Þar segir heldur nöturlega af því hvernig Gunnar Smári, sósíalistaleiðtoginn sjálfur, en þá forstjóri Dagsbrúnar hafi varla nennt til Danmerkur nema fá undir sig einkaþotu. En þar var Gunnar Smári að vinna að því að koma Nyhedsavisen á legg á vegum fjölmiðlafyrirtæksins Dagsbrúnar, Gunnar Smári sem forstjóri en Jón Ásgeir sem helsti eigandi. Í svargrein Gunnar Smára hafnar hann þessu sem aumu sparki og hálfsannleik. Sem hann telur að hljóti að vera að undirlagi Einars Kárasonar: „Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig,“ segir Gunnar Smári í grein sinni. Þar lýsir Gunnar Smári mikilvægum og róstursömum þætti í fjölmiðlasögunni, eins og hann horfir við sér. Eitt brotið úr bókinni sem Viðskiptablaðið birti fyrst fjölmiðla í dag, en DV og Hringbraut tóku upp í kjölfarið, og Gunnar Smári svarar í ofangreindum tilvitnuðum búti úr grein hans er svohljóðandi: „En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyhedsavisen í Danmörku. (Sem var gefið út 2006–2008.) En það var engin heimavinna unnin. Það var tilkynnt digurbarkalega á blaðamannafundi um stofnun blaðsins löngu áður en það átti að fara að koma út. Og gefið í skyn að samkeppnin mætti fara að vara sig. Sem þýddi að hún hafði nægan tíma til að undirbúa það, starta sínum eigin fríblöðum og svo framvegis. Svo höfðu menn ekkert hugsað út í það að þótt það sé yfirleitt opið að utan að póstkössum og lúgum hér á landi, þá þarf lykla til að komast að þeim víðast hvar í Danmörku. Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs, þótt ekki væri það sambærilegt við tapið í Danmörku. Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“
Fjölmiðlar Verslun Tengdar fréttir Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47