Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Stöðvar 2 á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Við segjum frá niðurstöðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Íbúar á Siglufirði og Flateyri, sem yfirgefa þurftu heimili sín vegna snjóflóðahættu, fengu að snúa heim í dag. Óvissu- eða hættustig vegna snjóflóðahættu er þó enn víða í gildi og fólk áfram beðið að hafa varann á. 

Þá fáum við viðbrögð við fjöldahandtökum stuðningsmanna Alexeis Navalní í Rússlandi, ræðum við yfirlögregluþjón um samkvæmislíf á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fjöllum um áhyggjur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins af dvínandi trausti kvenna til krabbameinsskimana.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.