Íbúar á Siglufirði og Flateyri, sem yfirgefa þurftu heimili sín vegna snjóflóðahættu, fengu að snúa heim í dag. Óvissu- eða hættustig vegna snjóflóðahættu er þó enn víða í gildi og fólk áfram beðið að hafa varann á.
Þá fáum við viðbrögð við fjöldahandtökum stuðningsmanna Alexeis Navalní í Rússlandi, ræðum við yfirlögregluþjón um samkvæmislíf á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fjöllum um áhyggjur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins af dvínandi trausti kvenna til krabbameinsskimana.
Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.