Innlent

Andlát í Sundhöll Reykjavíkur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. reykjavik.is

Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Margeir segir að um veikindi hafi verið að ræða en Sigurður Víðisson, forstöðumaður Sundhallarinnar, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir því.

Fréttablaðið segir frá því að hinn látni hafi legið í sex mínútur á botni sundlaugarinnar. Aðstandandi hans segir í samtali við blaðið að margar spurningar vakni í tengslum við andlátið. Veltir hann meðal annars fyrir sér hvers vegna enginn hafi verið að vakta laugina í þessar sex mínútur og að hans mati hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlátið.

Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins var hinn látni rúmlega þrítugur. Ekki náðist í Margeir Sveinsson við vinnslu fréttar Vísis.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.