Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur. Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira