Ekkert ferðaveður fyrir norðan Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 09:31 Fjallvegum hefur verið lokað víða og Öxnadalsheiði var lokað í gærkvöldi. Vegagerðin Akstursskilyrði á norðanverðu landinu eru víða slæm og ekki ferðaveður. Fjallvegir eru ófærir eða lokaðir víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og var Öxnadalsheiðinni til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóða. Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021 Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021
Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira