Innlent

Sex vilja gegna em­bætti for­stjóra Haf­ró

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Sæmundsson er eitt rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar.
Bjarni Sæmundsson er eitt rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson.

Á vef stjórnarráðsins má sjá lista yfir þá sex sem sóttu um.

Umsækjendur eru:

  • Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
  • Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
  • Marcin Zembroski, sérfræðingur
  • Sigurður Guðjónsson, forstjóri
  • Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. apríl 2021. 

Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×