Innlent

Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Búið er að líma fyrir götin, sem voru að minnsta kosti sex.
Búið er að líma fyrir götin, sem voru að minnsta kosti sex. Vísir/Sigurjón

Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi.

Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mál á borð við þetta hafa komið upp hjá öðrum stjórnmálaflokkum á síðasta ári. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn hafa orðið fyrir þessu og hugsanlega Pírata.

Svona var aðkoman á skrifstofu Samfylkingarinnar í morgun.Aðsend

„Það fundust tvö skotgöt árið 2018, ekki vitað hvort það var í einni eða tveimur „árásum“, þremur skotum var skotið á höfuðstöðvar í einu atviki árið 2019,“ sagði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, í svari við fyrirspurn Vísis.

Umræddar höfuðstöðvar eru í Síðumúla 23.

„Það var ekki geðslegt að koma að þessu svona í morgun,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Hún sagði að fundað hefði verið á skrifstofunni til kl. 20 í gærkvöldi og fyrsti starfsmaður mætt kl. 9 í morgun.

Að sögn Jóhanns Karls er von á tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.