Erlent

Hópur réðst á fimmtán ára dreng um miðjan dag og myrti hann

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Birmingham í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregluþjónar að störfum í Birmingham í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/DAVID JONES

Fimmtán ára drengur var myrtur í Birmingham á Englandi í gær þegar hópur manna vopnaðir hnífum veittist að honum á miðri íbúðargötu. Lögreglan segir að ráðist hafi verið á hann um klukkan hálf fjögur í gær og hann hafi dáið af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Þeir sem réðust á hann flúðu á bíl en óku bílnum á hús þar nærri og flúðu á tveimur jafnfljótum. Einn fjórtán ára drengur hefur verið handtekinn vegna morðsins.

Samkvæmt frétt Sky News segjast vitni hafa heyrt ótilgreindan fjölda skothvella á meðan á árásinni stóð.

Rannsóknarlögregluþjónninn sem stýrir rannsókn lögreglu segir ótækt að ofbeldi af þessu tagi geti átt sér stað á miðri götu um miðjan dag. Þá sér það sérstaklega slæmt að fórnarlambið hafi verið fimmtán ára drengur.

Lögreglan vinnur nú að því að rannsaka bílinn sem árásarmennirnir flúðu á, skoða upptökur úr öryggismyndavélum og leita vitna sem geti varpað ljósi á hverjir árásarmennirnir eru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×