Hlutirnir hafa algjörlega snúist við hjá United og Liverpool á 80 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 11:31 Bruno Fernandes með boltann í leik Manchester United og Liverpool á dögunum en Liverpool mennirnir Georginio Wijnaldum og Sadio Mane eru til varnar. Getty/ Michael Regan Phileas Fogg ætlaði að fara í kringum jörðina á 80 dögum í heimsfrægri sögu Jules Verne en einmitt á þeim tíma hefur staða erkifjendanna Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni snúist alveg við. Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni. Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni.
Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira