Vítaklúður Alfreðs hjálpaði Neuer að jafna met Kahn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 23:02 Vítaspyrna Alfreðs fór forgörðum um helgina og Neuer hélt hreinu í 196. deildarleik sínum á ferlinum. Getty/Sven Hoppe Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, jafnaði um helgina met Oliver Kahn yfir fjölda leikja án þess að fá á sig mark. Getur hann þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að þurfa ekki að bíða lengur. Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24