Erlent

Fimm dóu í bruna hjá stærsta bólu­efna­fram­leiðanda heims

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldurinn mun koma niður á framleiðslu bóluefnis við rótaveiru.
Eldurinn mun koma niður á framleiðslu bóluefnis við rótaveiru. EPA/STR

Fimm eru dánir eftir að eldur kviknaði í húsnæði stærsta bóluefnaframleiðanda heims í Indlandi. Eldurinn mun þó ekki koma niður á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca, sem fyrirtækið Serum Institute of India hefur verið að framleiða.

Mikill eldur kviknaði í húsnæði á lóð SII þar sem framkvæmdir stóðu yfir en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði, samkvæmt frétt Reuters.

Slökkviliðsmenn fundu fimm lík eftir að eldurinn hafði verið slökktur. Þau fundust á efstu hæðum hússins en verktaki hefur sagt að starfsmanna hans sé saknað.

Times of India segir að SII hafi framleitt bóluefni við rótaveiru, sem veldur niðurgangi í ungum börnum. Þá er ekki ljóst hvernig eldurinn kviknaði og er það til rannsóknar.

Forsvarsmenn SII segja að eldinn hafa ollið miklu tjóni á dýrum búnaði og að eldurinn muni valda töfum í framleiðslu og tekjutapi. Fyrirtækið framleiðir um 50 milljónir skammta bóluefnis AstraZeneca á mánuði og stendur til að auka framleiðsluna í hundrað milljónir skammta á næstunni.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, vottaði aðstandendum hinna látnu samúð sína í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.