Innlent

Þóttust vera eftir­lits­menn MAST í heim­sókn til hunda­gæslu

Atli Ísleifsson skrifar
Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu.
Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu.

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einstaklingar heimsóttu hundagæslu undir því yfirskyni að vera starfsmenn stofnunarinnar. Sett var út á starfsemina og hún stöðvuð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en ekkert eftirlit fór fram þennan dag af hálfu stofnunarinnar.

„Í 116. gr. almennra hegningarlaga segir að hver sá sem tekur sér opinbert vald sem hann ekki hefur, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári eða, ef miklar sakir eru, allt að tveimur árum,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×