Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:08 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, í gryfjunni í Stúdentakjallaranum en búið er að dæla mesta vatninu út. Vísir/Egill Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. „Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka. Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira