Fótbolti

Segir Ceferin í­huga að spila EM í einu landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aleksander Ceferin ásamt forseta portúgalska knattspyrnusambandsins Fernando Gomes.
Aleksander Ceferin ásamt forseta portúgalska knattspyrnusambandsins Fernando Gomes. Bruno Barros/Gety

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri þýska risans Bayern Munchen, segir að Aleksander Ceferin forseti UEFA íhugi að EM fari fram í einu landi í sumar.

Evrópumótið, sem átti að fara fram síðasta sumar, var fært til ársins 2021 vegna kórónuveirunnar en mótið á að fara fram víðs vegar um heiminn.

Nú berast þó fréttir að Ceferin íhugi að færa mótið í eitt land - einmitt vegna veirunnar skæðu - því erfitt væri að halda mótið á svo mörgum stöðum vegna sóttvarnarreglna.

„Forseti UEFA Aleksander Ceferin, sem fer varlega vegna Covid-19, er að íhuga hvort að það sé betra að spila Evrópumótið í sumar í bara einu landi,“ sagði Rummenigge.

Keppnin var eins og áður segir fyrirhuguð á síðasta ári og átti að fara fram í 12 borgum í 12 löndum Evrópu frá 12. júní til 12. júlí.

Ísland rétt missti af sæti á mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Ungverjalandi um laust sæti á mótinu. Samkvæmt núverandi dagskrá á mótið að hefjast 11. júní og standa í mánuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.