Segir Davíð Snorra stýra U21-liðinu á EM: „Mun gera þetta frábærlega“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 14:11 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu A-landsliði Íslands á Laugardalsvelli í haust vegna þess að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson voru í sóttkví. vísir/vilhelm Davíð Snorri Jónasson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta á öðru lokamótinu í sögu þess í lok mars, ef allt gengur að óskum. Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ síðustu ár og nýráðinn A-landsliðsþjálfara, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Arnar stýrði U21-landsliðinu með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar, í undankeppni EM. Lokamót EM U21 landsliða hefst undir lok mars en þá verða þeir Arnar og Eiður uppteknir í undankeppni HM með A-landsliðinu. Davíð Snorri, sem stýrt hefur U19 landsliði karla, mun væntanlega taka við U21-landsliðinu. „Það er ætlunin að ráða Davíð Snorra þar inn. Það er verið að reyna að klára það núna. Ég er alveg pottþéttur á því að Davíð Snorri mun gera þetta frábærlega. Sama með strákana. Leikmennirnir hafa unnið fyrir þessu, þó að þjálfararnir fái að fylgja með,“ sagði Arnar í Dr. Football. Hann tók undir að vissulega væri fúlt að geta ekki fylgt U21-landsliðinu á lokamótið í mars: „Jú, það er hundleiðinlegt. Það er ekkert leyndarmál. En eins og þessi púsluspil féllu öll síðustu 3-4 mánuði á síðasta ári þá fór þetta svona. Ég hef aldrei farið leynt með það að ef þér er boðið að vera A-landsliðsþjálfari þá er það mikill heiður og stærsta starfið sem þú getur fengið á Íslandi. Jú, ég þurfti að skilja U21-liðið eftir, ég get ekki tekið það líka, og það er hundleiðinlegt,“ sagði Arnar. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ síðustu ár og nýráðinn A-landsliðsþjálfara, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Arnar stýrði U21-landsliðinu með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar, í undankeppni EM. Lokamót EM U21 landsliða hefst undir lok mars en þá verða þeir Arnar og Eiður uppteknir í undankeppni HM með A-landsliðinu. Davíð Snorri, sem stýrt hefur U19 landsliði karla, mun væntanlega taka við U21-landsliðinu. „Það er ætlunin að ráða Davíð Snorra þar inn. Það er verið að reyna að klára það núna. Ég er alveg pottþéttur á því að Davíð Snorri mun gera þetta frábærlega. Sama með strákana. Leikmennirnir hafa unnið fyrir þessu, þó að þjálfararnir fái að fylgja með,“ sagði Arnar í Dr. Football. Hann tók undir að vissulega væri fúlt að geta ekki fylgt U21-landsliðinu á lokamótið í mars: „Jú, það er hundleiðinlegt. Það er ekkert leyndarmál. En eins og þessi púsluspil féllu öll síðustu 3-4 mánuði á síðasta ári þá fór þetta svona. Ég hef aldrei farið leynt með það að ef þér er boðið að vera A-landsliðsþjálfari þá er það mikill heiður og stærsta starfið sem þú getur fengið á Íslandi. Jú, ég þurfti að skilja U21-liðið eftir, ég get ekki tekið það líka, og það er hundleiðinlegt,“ sagði Arnar.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira