Innlent

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal.
Skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal. Skíðasvæðið Skarðsdal

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Flóðið fór á skíðaskálann og á skíðaleiguna sem er í gámi í grenndinni og fór skálinn af grunni sínum og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. Lyfturnar á svæðinu sluppu þó að sögn Egils.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu var sett á Norðurlandi í gær. Fram kom á vef Veðurstofunnar í gærkvöldi að nokkur snjóflóð hefðu fallið í nágrenni Ólafsfjarðar.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×