Fótbolti

Ri­ise tekur tíma­bundið við enska lands­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Riise lék á sínum tíma 188 landsleiki fyrir Noreg og vann HM, EM ásamt Ólympíuleikunum á sínum tíma sem leikmaður.
Riise lék á sínum tíma 188 landsleiki fyrir Noreg og vann HM, EM ásamt Ólympíuleikunum á sínum tíma sem leikmaður. Ben Radford/Getty Images

Hege Riise tekur tímabundið við stjórn enska kvennalandsliðsins eftir að það var staðfest að Phil Neville tók Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Samningur Neville átti að renna út næsta sumar og er búið að staðfest að Sarina Wiegman – þjálfari hollenska landsliðsins – taki við liðinu þá. Þangað til mun hin 51 árs gamla Riise stýra liðinu ásamt Rhian Wilkinson, fyrrum landsliðskonu Kanada.

Riise lék 188 leiki með norska landsliðinu á sínum tíma og varð til að mynda Evrópumeistari með liðinu árið 1993, HM 1995 og Ólympíuleikana árið 2000.

Riise gæti stýrt sameiginlegu liði Bretlands á Ólympíuleikunum næsta sumar í Tókýó en enska knattspyrnusambandið á eftir að ákveða hver stýrir liðinu.

England hefur ekki spilað leik síðan í mars á síðasta ári og er enginn leikur á dagskránni eins og er vegna kórónufaraldursins. Riise mun samt sem áður stýra æfingabúðum enska landsiðsins í febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.