Clattenburg: Hann flautaði of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:31 Sadio Mane var sloppinn einn í gegn eftir frábæra sendingu Thiago þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Getty/Andrew Powell/ Umdeildasta flautið í stórleik Liverpool og Manchester United var eflaust þegar Paul Tierney flautaði til hálfleiks þegar framherji Liverpool var að sleppa í gegnum vörn United. Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson. Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira