Mesut Özil kvaddi liðsfélaga sína hjá Arsenal á sunnudagsmorguninn en hann hefur loksins náð starfslokasamningi við Arsenal og mun ganga til liðs við tyrkneska félagið Fenerbahce.
Özil hefur ekkert fengið að spila hjá Arsenal í næstum því heilt ár en samningur hans við Arsenal átti að renna út í sumar.
Samkvæmt fréttum frá Tyrklandi þá er Fenerbahce tilbúið að greiða honum 65 þúsund pund í vikulaun eða 11,5 milljónir íslenskra króna. Hann var með 350 þúsund pund í vikulaun hjá Arsenal eða tæpar 62 milljónir króna.
Over 300,000 people tracked Mesut Ozil's flight ahead of his 'dream' transfer to Fenerbahce. Absolutely bonkers
— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021
No one is more committed than football fans https://t.co/OXikAMt1Yr
Tyrkir eru þekktir fyrir að taka vel á móti knattspyrnustjörnum sínum og það voru greinilega margir sem ætluðu ekki að missa af komu Özil til Istanbul.
Mesut Özil sett mynd af flugvélinni á samfélagsmiðla og á meðan á fluginu stóð þá fylgdust yfir þrjú hundruð þúsund manns með leið flugvélarinnar á netinu.
Özil gaf það út í gær að hann sé orðinn leikmaður Fenerbahce og fær því væntanlega að spila fótbolta á ný á næstunni.
I grew up as a @Fenerbahce fan as a kid in Germany - every German-Turkish person supports a Turkish team when they grow up in Germany. And mine was Fenerbahce. Fenerbahce is like Real Madrid in Spain. The biggest club in the country https://t.co/Y3hEba79IO
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) January 11, 2021
„Ég er svo ánægður. Ég er stuðningsmaður Fenerbahce. Guð vildi að ég spilaði fótbolta með Fenerbahce. Ég er stoltur,“ sagði Mesut Özil í viðtali við NTV áður en hann fór í læknisskoðun.
„Ég er að koma í kvöld með fjölskyldu minni til Istanbul. Ég vil þakka guði fyrir að fá þetta tækifæri til að spila fyrir þetta félaga. Ég mun klæðast treyju liðsins stoltur,“ sagði Özil.
Mesut Özil ætlaði að spila í treyju númer 67 af því að heimabær hans í Tyrklandi, Zonguldak, hefur póstnúmerið 67.