Erlent

Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu

Eiður Þór Árnason skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur af embætti á miðvikudaginn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins.

sögn fréttamiðilsins munu takmarkanirnar falla úr gildi sama dag og ný skimunarskylda verður tekin upp fyrir alla erlenda ferðamenn á leið til Bandaríkjanna.

Núverandi takmarkanir hafa hindrað komu nærri alla farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal.

Takmarkanirnar hafa verið í gildi frá því í mars í fyrra en bannið við komu fólks frá Brasilíu tók gildi í maí. Yfirlýst markmið aðgerðanna var að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Bandarísk yfirvöld höfðu áður gefið út að frá og með 26. janúar yrði öllum komufarþegum skylt að fara í skimun fyrir Covid-19. Þurfa þeir farþegar sem hyggjast fara til Bandaríkjanna þá framvísa neikvæðum niðurstöðum úr sýnatöku eða vottorði um að þeir hafi náð sér eftir Covid-19. Farþegar þurfa að fara í sýnatöku innan við þriggja daga fyrir flugið til Bandaríkjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.