Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 21:02 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Vísir/EPA Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira