„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 15:32 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Guðmundur reifaði atvinnuleysistölur og sagði þrisvar sinnum fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi nú en árið 2019. Útlit væri fyrir að fleiri hundruð falli af bótum á þessu ári. Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á fólk samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í þrjátíu mánuði frá því að sótt er um bætur hjá Vinnumálastofnun. Guðmundur Ingi sagði mikilvægt að lengja þetta tímabil í ljósi stöðunnar til þess að „einhver von sé fyrir þetta fólk að lenda ekki í sárafátækt.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þetta hafa verið til skoðunar. Félagsmálaráðuneytið fundi reglulega með Félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með tölfræði frá Vinnumálastofnun um hversu margir séu að klára sinn bótarétt. „Við höfum skoðað þetta en það er ekki liggur ekki fyrir ákvörðun um framlengingu.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi sagði svör ráðherra heldur rýr. „Að skoða þetta. Það er eins og að segja fólkið: Étið það sem úti frýs, en þar er ekkert að hafa lengur. Það er ekkert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bætast við.“ Ásmundur Einar ítrekaði að fylgst væri með málinu. „Við erum áfram að vakta þetta, við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum faraldri eftir því sem hann dregst á langinn. Þá munum við grípa til frekari aðgerða. Það höfum við sýnt á síðasta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira