Roy Keane segir að Liverpool sé búið að missa neistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:31 Jürgen Klopp svekkir sig á hliðarlínunni í leik Liverpool á móti Manchester United á Anfield í gær. AP/Phil Noble Liverpool tókst ekki að vinna Manchester United á heimavelli sínum í gær og er því áfram þremur stigum á eftir erkifjendum sínum. Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Roy Keane mætti í myndverið hjá Sky Sports og fór yfir stórleik Liverpool og Manchester United í gær. 'Liverpool have lost their spark' - Roy Keane gives verdict after Manchester United drawhttps://t.co/KWTpbcSJwc pic.twitter.com/iSTjMijNVg— Independent Sport (@IndoSport) January 17, 2021 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var með sóknaruppstillingu í leiknum en liðinu tókst samt ekki að skora þriðja deildarleikinn í röð. Xherdan Shaqiri, Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah voru þannig allir í byrjunarliðinu í leiknum en tókst ekki að opna vörn Manchester United í leiknum. „Við vissum vel að Liverpool myndi byrja leikinn af krafti af því að þeir hafa ekki spilað í níu, tíu, ellefu daga. Þeir gáfu líka eftir í seinni hálfleiknum,“ sagði Roy Keane á Sky Sports. „Eftir því sem leið á leikinn og eftir að United gerði eina eða tvær breytingar þá vissum við að United myndi fá þessi tækifæri. Þetta snerist því um að nýta þau,“ sagði Keane. „Það er ekki hægt að segja að Liverpool sé að spila illa því það lítur frekar út eins og þeir hafi misst neistann,“ sagði Keane. "Liverpool have lost their spark"Roy Keane thoughts on Manchester United's performance against Liverpool pic.twitter.com/bMr3Sgz8Tf— Football Daily (@footballdaily) January 17, 2021 „Það er engin vafi í mínum augum að þeir hafa misst þennan neista sem þeir höfðu. Svo fær United liðið þetta færi eins og hjá Pogba. Ég er svo vonsvikinn með það,“ sagði Keane. „Við höfum gert mikið úr Pogba og við höfum gagnrýnt hann. Þetta var stórt tækifæri fyrir hann. Hann vill ver aðalmaðurinn en þá þarf hann að nýta svona færi,“ sagði Roy Keane. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Roy Keane mætti í myndverið hjá Sky Sports og fór yfir stórleik Liverpool og Manchester United í gær. 'Liverpool have lost their spark' - Roy Keane gives verdict after Manchester United drawhttps://t.co/KWTpbcSJwc pic.twitter.com/iSTjMijNVg— Independent Sport (@IndoSport) January 17, 2021 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var með sóknaruppstillingu í leiknum en liðinu tókst samt ekki að skora þriðja deildarleikinn í röð. Xherdan Shaqiri, Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah voru þannig allir í byrjunarliðinu í leiknum en tókst ekki að opna vörn Manchester United í leiknum. „Við vissum vel að Liverpool myndi byrja leikinn af krafti af því að þeir hafa ekki spilað í níu, tíu, ellefu daga. Þeir gáfu líka eftir í seinni hálfleiknum,“ sagði Roy Keane á Sky Sports. „Eftir því sem leið á leikinn og eftir að United gerði eina eða tvær breytingar þá vissum við að United myndi fá þessi tækifæri. Þetta snerist því um að nýta þau,“ sagði Keane. „Það er ekki hægt að segja að Liverpool sé að spila illa því það lítur frekar út eins og þeir hafi misst neistann,“ sagði Keane. "Liverpool have lost their spark"Roy Keane thoughts on Manchester United's performance against Liverpool pic.twitter.com/bMr3Sgz8Tf— Football Daily (@footballdaily) January 17, 2021 „Það er engin vafi í mínum augum að þeir hafa misst þennan neista sem þeir höfðu. Svo fær United liðið þetta færi eins og hjá Pogba. Ég er svo vonsvikinn með það,“ sagði Keane. „Við höfum gert mikið úr Pogba og við höfum gagnrýnt hann. Þetta var stórt tækifæri fyrir hann. Hann vill ver aðalmaðurinn en þá þarf hann að nýta svona færi,“ sagði Roy Keane.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira