Innlent

Jón Magnús segir upp sem yfir­læknir bráða­lækninga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.
Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Egill

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum.

Jón Magnús hóf störf á Landspítalanum fyrir 25 árum síðan og hefur hann í 24 af þeim árum unnið á bráðamóttökunni. Jón mun hefja störf hjá Heilsuvernd eftir mánuð og segir hann mörg spennandi verkefni bíða sín þar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Jón Magnús segir ástandið á bráðamóttökunni ekki boðlegt. Hann hafi lengi beitt sér fyrir skipulagsbreytingum í von um að draga úr álagi á bráðamóttöku en það hafi ekki borið árangur.

„Því miður hefur ekki gengið nægilega vel að breyta skipulagi innan spítalans sem kemur í veg fyrir að þetta vandamál komi upp aftur,“ sagði Jón Magnús í samtali við RÚV.

„Þetta ástand er náttúrulega óásættanlegt. Það er óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að leita til okkar hvort sem það eru einstaklingar sem þurfa að leggjast inn eða ekki,“ sagði Jón.


Tengdar fréttir

Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.