Innlent

Norðan­átt sem ríkir fram að næstu helgi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hitaspá fyrir hádegið í dag.
Hitaspá fyrir hádegið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt á landinu. Víðast hvar verður hún hæg en þó allt að 13 metrar á sekúndu austast á landinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Þar segir að búast megi við úrkomu norðaustanlands, snjókomu inn til landsins en slyddu við sjóinn. Í öðrum landshlutum verða él eða slydduél.

Í nótt snýst síðan í norðanátt sem mun ríkja fram að næstu helgi með éljum um norðanvert landið en bjartviðri syðra og kólnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag og þriðjudag:

Norðan 8-15 m/s með snjókomu eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðanátt, víða allhvöss með éljum, en léttskýjað syðra. Frost um allt land.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Fremur kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×