Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Þar segir að eftir hádegi og fram á morgundaginn verði vestlæg átt sunnantil með skúrum eða slydduél en hæg breytileg átt um landið norðanvert.
Þá verði slydda eða snjókoma með köflum norðaustanlands en éljagangur á Norðurlandi Vestra. Hiti um og yfir frostmark en tekur að kólna seint á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Á sunnudag:
Vestan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast með Suðurströndinni, en hægari norðanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu og skúrir eða él suðvestantil, en þurrt að kalla á Suðausturlandi. Hiti nærri frostmarki.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt með éljum, en léttskýjað syðra og frost á öllu landinu.
Á föstudag:
Útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Talsvert frost.