Innlent

Seyð­firðingar fá aukna sál­fræði­þjónustu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sautján milljóna króna aukafjárframlag hefur verið veitt Heilbrigðisstofnun Austurlands. 
Sautján milljóna króna aukafjárframlag hefur verið veitt Heilbrigðisstofnun Austurlands.  Vísir

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Í tilkynningu segir að starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar hafi fundið fyrir verulega aukinni þörf fólks fyrir áfallameðferð og þjónustu geðteymis eftir atburðina.

Fagfólk telji einnig mikilvægt að bregðast skjótt við með aukinni þjónustu til að fyrirbyggja að einstaklingar sem þurfa á stuðningi að halda þrói með sér alvarlega og langvinna áfallastreituröskun.


Tengdar fréttir

Hluti Seyðis­fjarðar rýmdur vegna mikillar úr­komu

Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð.

Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni

Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×