Samkvæmt gögnum Veðurstofu er þó ekki að sjá hreyfingu á svæðinu en það er til frekari skoðunar og starfsmenn Veðurstofu á vettvangi.
„Vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir fljótlega. Allar ábendingar af þessum toga eru teknar alvarlega,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt ekki ljóst hvort hætta sé á ferðum en engin áhætta verði tekin. Frystihús og fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar voru á meðal bygginga sem voru rýmdar þótt byggingarnar væru utan áhrifasvæðis. Starfsfólk fékk far með togaranum Gullver inn í bæinn.
Rigningar var í nótt og er sömuleiðis von á töluverðu regni á laugardag.

„Það hefur verið fundað um hana á vegum almannavarna. Þegar spáin skýrist betur á morgun verður fundað aftur og tekin ákvörðun um næstu skref, meðal annars hvort gripið verði til rýminga,“ segir Jens í samtali við Austurfrétt.