Enski boltinn

María Þórisdóttir á leið til Manchester United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
María Þórisdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea. getty/James Chance

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir er á leið frá Englandsmeisturum Chelsea til Manchester United.

Molly Hudson, blaðakona á The Times, greindi frá þessu í dag. Í blaðamannafundi í gær sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, að einn leikmaður væri á förum frá félaginu. Samkvæmt heimildum Hudson er það María.

United er á toppi ensku ofurdeildarinnar með þriggja stiga forskot á Chelsea. Liðin mætast á heimavelli Chelsea á sunnudaginn.

María hefur leikið með Chelsea síðan 2017 og hefur tvisvar sinnum orðið enskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

María, sem er 27 ára, hefur leikið 41 leik fyrir norska landsliðið. Hún á norska móður, Kirsten Gaard, en faðir hennar, Þórir Hergeirsson, er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann stýrði Noregi til sigurs á EM í síðasta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.