Innlent

Leggur ein fram frumvarp um stjórnar­skrár­breytingar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja fram frumvörp um stjórnarskrárbreytingar á nýju þingi. 
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja fram frumvörp um stjórnarskrárbreytingar á nýju þingi.  Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar segist Katrín bjartsýn á að frumvarpið verði afgreitt á vorþingi, en það hefst á mánudag.

Frumvarpið sem um ræðir felur í sér fjögur ákvæði sem varða auðlindir í þjóðarein, íslenska tungu, umhverfis- og náttúruvernd og breytingar á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta og framkvæmdavald.

Katrín segir í samtali við RÚV að hún hafi ekki endilega átt von á því að fullri samstöðu um frumvarpið yrði náð. Hún voni þó að umræðan á Alþingi verði til þess að aukinni samstöðu um málin verði náð.

Katrín sagði í samtali við fréttastofu í nóvember að mikil og vönduð vinna hafi farið fram á kjörtímabilinu vegna fyrirhugaðra stjórnarskrárbreytinga. Undirbúnar hafi verið mjög góðar tillögur að breytingum að hennar mati.

„Næsta skref í þessu máli tel ég vera að ljúka gerð þessara frumvarpa og að þau fái efnislega umræðu á Alþingi fyrir opnum tjöldum og ég mun stuðla að því að svo verði,“ sagði Katrín.


Tengdar fréttir

Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi

Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt.

Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu

Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×