Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 13:32 Reimar Pétursson lögmaður segir að gengið hafi verið á stjórnarskrárvarin réttindi fólks í marga mánuði. Umræða um aðgerðirnar hefði átt að fara fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent