Innlent

Hættustigi aflýst á Ísafirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Vísir/vilhelm

Allir sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í morgun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reyndust neikvæðir. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur því tekið sjúkrahúsið af hættustigi.

Sjúkrahúsið var sett á hættustig vegna þess að sjúklingur sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Nú hefur hættustigi verið aflýst.

Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að starfsfólk rannsóknadeildar á Ísafirði sé þrátt fyrir það í sóttkví fram í næstu viku og deildin eingöngu opnuð í neyð og með talsverðum viðbúnaði. Rekstur annarra deilda er kominn í eðlilegt horf.

„Þetta var mikill léttir,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.


Tengdar fréttir

Enginn starfs­mannanna reyndist smitaður

Enginn af starfsmönnum blóð- og krabbameinslækningadeildar, sem fóru í skimun fyrir kórónuveirunni í morgun vegna smitaðs sjúklings, reyndist smitaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“

Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×