„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:11 Sýnin verða í hádeginu send suður til forgangsgreiningar. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í kvöld. Vísir/Stöð 2 Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39