Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld verðum við með óhugnanlegar myndir af árásinni í Borgarholtsskóla í dag þegar unglingur var stunginn og aðrir barðir. Við tölum einnig við sóttvarnalæknir um aðgerðir á landamærunum.

 Tuttugu og sex greindust jákvæðir fyrir covid á landamærunum í gær en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Evrópu.

Við segjum líka frá því að Heilbrigðisráðherra hefur frestað breytingum á skimunum fyrir brjóstakrabbameini. Konum býðst því áfram að fara í skimun frá fertugu.

Eftir rúma klukkustund greiða fulltrúardeildaþingmenn í Bandaríkjunum atkvæði um að ákæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Við fjöllum það og heyrum frá okkar manni í Bolungarvík, þar sem stórviðburður ársins er árlegt Þorrablót. En verður það í ár?

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.