Innlent

Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit

Heimir Már Pétursson skrifar

Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir.

Sjúklingur sem var útskrifaður af hjartadeildinni í gær til heimahjúkrunar eftir nokkurra vikna dvöl á spítalanum reyndist jákvæður í öryggisprófun sem gerð er á öllum sem útskrifast og fá þjónustu heilbrigðisstarfsmanna utan spítalans.

Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans alla sjúklinga sem eru útskrifaðir af spítalanum en muni njóta heilbrigðisþjónustu utan spítalans skimaða.

Már Kristjánsson segir að farið sé eftir reglum farsóttarnefndar þegar smit greinist á einstökum starfseiningum Landspítalans.Stöð 2/Sigurjón

„Þegar gerð er hjá honum mæling á mótefnum reynist hann vera með mótefni. Sem bendir til að sýkingin sé eldri en ekki bráð. Þannig að það er ekki um það að ræða að það sé smit inni á deildinni núna,“ segir Már.

Spítalinn greip strax til víðtækra ráðstafana í gær og lokaði hjartadeildinni fyrir innlögnum nýrra sjúklinga. Þá voru allir starfsmenn deildarinnar og rúmlega þrjátíu sjúklingar settir í sýnatöku og komu síðustu niðurstöðurnar fram um hádegi í dag. Hvorki sjúklingar né starfsfólk reyndist smitað.

Hjartadeildinni var lokað til varúðar um sinn. Er búið að opna hana aftur?

„Já. Hún var opnuð um eitt leytið í dag og er núna í fullri starfsemi og þar eru viðfangsefnin eins og vanalega,“ segir Már. Farið hafi verið eftir vinnureglum farsóttarnefndar þegar smit komi upp á einstökum starfseiningum.

„Við frystum ástandið. Það er að segja við lokum fyrir innlagnir, Við skimum sjúklinga og starfsmenn til að kortleggja ástandið. Það er nákvæmlega það sem var gert í þessu tilviki og tók ekki nema innan við sólarhring að greiða úr þessu,“ segir Már Kristjánsson.


Tengdar fréttir

Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig

Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×