Hinn 32 ára Fílbeinstrendingur er án félags eftir að samningur við Al-Ittihad í Sádi Arabíu var sameiginlega rift í nóvembermánuði. Bony skrifaði undir samning við Al-Ittihad í janúar 2020 eftir að hafa verið án félags í hálft ár.
Former Swansea striker Wilfried Bony is training with Newport County to stay fit https://t.co/8qEjRD7WXU
— MailOnline Sport (@MailSport) January 13, 2021
Hann æfir nú með utandeildarliðinu en hann æfði einnig þar árið 2019. Hann er sagður í góðu sambandi við stjórann Michael Flynn en ólíklegt er þó að hann semji við félagið.
Bony sló í gegn hjá Swansea á árunum 2013 til 2015 þar sem hann skoraði 26 mörk í 54 leikjum. Manchester City keypti hann en þar sló hann heldur betur ekki í gegn. Hann fór síðan aftur til Swansea.
Þaðan var hann meðal annars lánaður til Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi í Katar en nú er hann eins og áðu segir án félags.