Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 11:50 Sýni hafa verið tekin úr öllum sjúklingum hjartadeildar og sýnatöku frá starfsmönnum lýkur um hádegi og hafa þau öll verið neikvæð hingað til. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi á Landspítalanum eftir að sjúklingur sem var verið að útskrifa í heimahjúkrun af hjartadeildinni greindist jákvæður gagnvart kórónuveirunni. Hann hafði þá verið á deildinni frá því í desember en fór í tvöfalda skimun áður en hann var fluttur heim eins og reglur gera ráð fyrir. Víðtæk skimun á starfsmönnum og þrjátíu og tveimur sjúklingum á hjartadeild hófst í gærdag og stóð fram á kvöld. Hingaðtil hefur skimunin ekki leitt til jákvæðrar greiningar hvorki á starfsmönnum né sjúklingum að sögn Davíðs Ottós Arnar yfirlæknis hjartadeildar. Neikvæðar niðurstöður eru komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima samkvæmt tilkynningu sem barst frá spítalanum rétt fyrir hádegi. Davíð Ottó Arnar yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segir alla aðstöðu betri þar en á Landakoti þar sem kórónuveiran náði að dreifa sér í október.aðsend „Hins vegar brugðumst við strax við þessu. Við í raun lokuðum hjartadeildinni á þann hátt að við tökum enga nýja sjúklinga. Deildin er í sóttkví. Ástandið nákvæmlega núna er tiltölulega stapilt. Það er enginn veikur á deildinni. Það er búið að taka sýni af öllum sjúklingum. Það er neikvætt (ekki með veiruna). Það er verið að vinna í að taka sýni af starfsfólki. Enn sem komið eru engin jákvæð sýni þar,“ segir Davíð Ottó. Búið sé að ná sýnum frá langflestum starfsmönnum og fá niðurstöður frá um þriðjungi þeirra. Sýnataka hafi svo hafist aftur í morgun og ljúki fyrir fyrir hádegi. Niðurstöður flestra ættu að liggja fyrir um eða eftir hádegi. Þeir starfsmenn sem sinni sjúklingum á hjartadeildinni hafi allir greinst neikvæðir og séu auk þess vel gallaðir upp og ítrustu sóttvarna gætt. Hjartadeildin á Landspítalanum er í sóttkví en nýjum hjartasjúklingum er sinnt á bráðadeild og lagðir inn þar eða á hjartaskurðdeild ef á þarf að halda.Vísir/Vilhelm „Það er kannski rétta að taka líka fram að þótt hjartadeildin sé lokuð erum við að sinna allri bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Og við viljum endilega hvetja fólk sem hefur einkenni frá hjarta til að bíða ekki heima heldur koma á slysadeildina. Við leggjum þá sjúklinga inn sem þarf. Að vísu ekki á hjartadeildina en þeir eru lagðir inn á gjörgæsluna og hjartaskurðdeildina. Aðstaðan til að sinna þeim á þessum deildum er mjög góð,“ segir Davíð Ottó. Þó hafi valkvæmum aðgerðum eins og hjartaþræðingum og brennslum verið frestað tímabundið í dag sem verði endurskoðað síðdegis. Davíð Ottó segir ekkert benda til á þessari stundu að staðan á Landakoti í október sé að endurtaka sig. „Ég er vongóður um að svo verði ekki. Enda er öll aðstaða hér á hjartadeildinni töluvert betri en hún var á Landakoti,“segir Davíð Ottó Arnar. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42 Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi á Landspítalanum eftir að sjúklingur sem var verið að útskrifa í heimahjúkrun af hjartadeildinni greindist jákvæður gagnvart kórónuveirunni. Hann hafði þá verið á deildinni frá því í desember en fór í tvöfalda skimun áður en hann var fluttur heim eins og reglur gera ráð fyrir. Víðtæk skimun á starfsmönnum og þrjátíu og tveimur sjúklingum á hjartadeild hófst í gærdag og stóð fram á kvöld. Hingaðtil hefur skimunin ekki leitt til jákvæðrar greiningar hvorki á starfsmönnum né sjúklingum að sögn Davíðs Ottós Arnar yfirlæknis hjartadeildar. Neikvæðar niðurstöður eru komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima samkvæmt tilkynningu sem barst frá spítalanum rétt fyrir hádegi. Davíð Ottó Arnar yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans segir alla aðstöðu betri þar en á Landakoti þar sem kórónuveiran náði að dreifa sér í október.aðsend „Hins vegar brugðumst við strax við þessu. Við í raun lokuðum hjartadeildinni á þann hátt að við tökum enga nýja sjúklinga. Deildin er í sóttkví. Ástandið nákvæmlega núna er tiltölulega stapilt. Það er enginn veikur á deildinni. Það er búið að taka sýni af öllum sjúklingum. Það er neikvætt (ekki með veiruna). Það er verið að vinna í að taka sýni af starfsfólki. Enn sem komið eru engin jákvæð sýni þar,“ segir Davíð Ottó. Búið sé að ná sýnum frá langflestum starfsmönnum og fá niðurstöður frá um þriðjungi þeirra. Sýnataka hafi svo hafist aftur í morgun og ljúki fyrir fyrir hádegi. Niðurstöður flestra ættu að liggja fyrir um eða eftir hádegi. Þeir starfsmenn sem sinni sjúklingum á hjartadeildinni hafi allir greinst neikvæðir og séu auk þess vel gallaðir upp og ítrustu sóttvarna gætt. Hjartadeildin á Landspítalanum er í sóttkví en nýjum hjartasjúklingum er sinnt á bráðadeild og lagðir inn þar eða á hjartaskurðdeild ef á þarf að halda.Vísir/Vilhelm „Það er kannski rétta að taka líka fram að þótt hjartadeildin sé lokuð erum við að sinna allri bráðaþjónustu við hjartasjúklinga. Og við viljum endilega hvetja fólk sem hefur einkenni frá hjarta til að bíða ekki heima heldur koma á slysadeildina. Við leggjum þá sjúklinga inn sem þarf. Að vísu ekki á hjartadeildina en þeir eru lagðir inn á gjörgæsluna og hjartaskurðdeildina. Aðstaðan til að sinna þeim á þessum deildum er mjög góð,“ segir Davíð Ottó. Þó hafi valkvæmum aðgerðum eins og hjartaþræðingum og brennslum verið frestað tímabundið í dag sem verði endurskoðað síðdegis. Davíð Ottó segir ekkert benda til á þessari stundu að staðan á Landakoti í október sé að endurtaka sig. „Ég er vongóður um að svo verði ekki. Enda er öll aðstaða hér á hjartadeildinni töluvert betri en hún var á Landakoti,“segir Davíð Ottó Arnar.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42 Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Sjá meira
Neikvæðar niðurstöður komnar hjá liðlega helmingi þeirra sem þarf að skima Landspítali hefur nú fengið niðurstöður rannsókna sýkla- og veirufræðideildar á Covid-skimun liðlega helmings þeirra 180 einstaklinga sem þarf að skima eftir að sjúklingur á hjartadeild greindist með Covid-19 í gær. 13. janúar 2021 11:42
Öll sýni af starfsfólki hafa enn sem komið er reynst neikvæð Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. 13. janúar 2021 08:19