Innlent

Öll sýni af starfs­fólki hafa enn sem komið er reynst nei­kvæð

Atli Ísleifsson skrifar
Sjúklingur greindist með kórónuveirusmit á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut.
Sjúklingur greindist með kórónuveirusmit á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. vísir/hanna

Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, deild 14 EG, reynst neikvæð eftir að sjúklingur á deildinni greindist smitaður af kórónuveirunni í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Dagvaktin á hjartadeildinni var skimuð í gær fyrir Covid-19 og rannsökuð í gærkvöldi, ásamt 32 inniliggjandi sjúklingum. Öll hafi sýnin reynst neikvæð.

„Sýnataka af starfsfólki stóð fram á nótt og heldur áfram núna fyrir hádegi; um nokkur hundruð manns er að ræða að öllu samanlögðu, því bæði þarf að skima alla rúmlega 100 starfsmenn deildarinnar og annað starfsfólk sem þjónustar sjúklinga og starfsemi deildarinnar, til dæmis sjúkraþjálfara og ræstingafólk.

Umfangsmikið viðbragð er á spítalanum gagnvart þessum atburðum og vert að minna á að hjartadeildin er í fullri starfsemi og er vel mönnuð, henni hefur ekki verið lokað fyrir öðru en nýjum innlögnum.

Við eigum von á fyrstu niðurstöðum skimana annars starfsfólks en dagvaktar gærdagsins núna um hádegið, fundað verður um þær niðurstöður kl. 13:00, þá vitum við meira um stöðuna og upplýsum fjölmiðla strax í kjölfarið.“ Segir í tilkynningunni.

Lokað var fyrir innlagnir í gær þegar sjúklingurinn greindist en ekki liggur fyrir hvernig viðkomandi smitaðist. Þá var öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum frestað.


Tengdar fréttir

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.

Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindur með Covid-19

Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að sjúklingur þar greindist með Covid-19. Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en vitað að hann smitaðist á meðan hann lá inni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×