Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:38 Píratarnir Björn Leví, Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen ræða við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Ekki liggur fyrir hvort Ingu lítist vel á það að geta verið skráð með fleirum en einhverjum einum í hjúskap. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“ Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“
Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira