Umferð í Vaðlaheiðargöngum dróst saman um 20 prósent milli ára Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is. Vísir/Vilhelm Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Hljómar samdrátturinn því upp á 19,5 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum, þar sem segir að umferð í göngunum hafi gengið vel og verið án óhappa. „Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 96% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn). Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019. Til samanburðar leiddi talning Vegagerðarinnar í ljós 14% minni umferð á hringveginum en árið 2019 en á Norðurlandi nam samdrátturinn á árinu 25,4%. Veggjald.is Ef borin er saman umferð um Vaðlaheiðargöng annars vegar og Víkurskarð hins vegar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri óku um göngin á árinu 2020 en árið 2019. Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng en til samanburðar var talan 75% 2019,“ segir í tilkynningu. 28.700 virkir notendur Veggjald í Vaðlaheiðargöng er greitt í gegnum skráningu á síðunni veggjald.is þar sem notandi skráir bílnúmer og greiðslukort. „Myndavélar í göngunum greina bílnúmerið og sjálfkrafa er síðan gjaldfært af kortinu þegar ekið er í gegn. Ef bíll er ekki skráður er ferðin innheimt í heimabanka eiganda bílsins og leggst þá 400 kr. bankainnheimtukostnaður við stakt gjald. Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is og skráð ökutæki eru 97.250,“ segir í tilkynningunni. Vaðlaheiðargöng Umferð Akureyri Þingeyjarsveit Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vaðlaheiðargöngum, þar sem segir að umferð í göngunum hafi gengið vel og verið án óhappa. „Að meðaltali voru 1135 ferðir um göngin á sólarhring á árinu 2020. Yfir sumarmánuðina voru ferðirnar að jafnaði 1850 á sólarhring en 726 yfir vetrarmánuðina. Árið 2020 voru um 96% ökutækja sem ekið er um Vaðlaheiðargöng fólksbílar, 2% millistórir bílar (3,5-7,5 tonn) og 4% stórir bílar (stærri en 7,5 tonn). Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar voru 107 þúsund ferðir ökutækja um Víkurskarð á árinu 2020 og dróst umferð þar saman um 38,6% frá árinu 2019. Til samanburðar leiddi talning Vegagerðarinnar í ljós 14% minni umferð á hringveginum en árið 2019 en á Norðurlandi nam samdrátturinn á árinu 25,4%. Veggjald.is Ef borin er saman umferð um Vaðlaheiðargöng annars vegar og Víkurskarð hins vegar kemur í ljós að hlutfallslega fleiri óku um göngin á árinu 2020 en árið 2019. Af heildarumferð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals fóru 80% vegfarenda um Vaðlaheiðargöng en til samanburðar var talan 75% 2019,“ segir í tilkynningu. 28.700 virkir notendur Veggjald í Vaðlaheiðargöng er greitt í gegnum skráningu á síðunni veggjald.is þar sem notandi skráir bílnúmer og greiðslukort. „Myndavélar í göngunum greina bílnúmerið og sjálfkrafa er síðan gjaldfært af kortinu þegar ekið er í gegn. Ef bíll er ekki skráður er ferðin innheimt í heimabanka eiganda bílsins og leggst þá 400 kr. bankainnheimtukostnaður við stakt gjald. Í dag eru 28.700 virkir notendur í grunni Veggjalds.is og skráð ökutæki eru 97.250,“ segir í tilkynningunni.
Vaðlaheiðargöng Umferð Akureyri Þingeyjarsveit Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira