Brjóstaskimunin varð lífsbjörg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2021 19:31 Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í dag að rökin væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir þetta áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ segir Hulda. Illkynja, p í nul í ti ð en aggress í vt „Það er um 31 ung kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist á ári hverju og margar hverjar eru að greinast í skimun,“ bætir hún við. Ein þeirra er Heiða Dröfn Bjarnadóttir. „Ég varð fertug 13. mars 2020. Ég fékk tveimur mánuðum áður bréf inn um lúguna: „Til hamingju, þú ert að verða fertug. Nú ertu boðuð í skimun,“ segir Heiða. Hún fékk síðan tíma hjá Krabbameinsfélaginu í byrjun mars, og fékk þá fréttirnar sem áttu eftir að breyta lífi hennar. „Þá kemur í ljós að það er krabbamein. Illkynja, pínulítið en mjög aggressívt mein. Æxli lengst inni í brjóstinu.“ Engin einkenni Meinið var hraðvaxandi og hafði dreift sér í eitla. Heiða segist engin einkenni hafa fengið. „Engin einkenni. Engir verkir, engir stingir. Ekkert hægt að finna. Ekkert. Bara því ég fór í þessa skimun.“ Heiða segir að af þeim sökum hefði hún sjálf aldrei óskað sérstaklega eftir því að láta skima sig. Þá hefði hún heldur ekki fengið það í gegn því það þurfi að vera rökstuddur grunur um að eitthvað sé að til þess að fá að fara í skimun. „Það er erfitt að hugsa þetta til enda. Og ég er ekki viss hver staðan væri ef þetta hefði uppgötvast tíu árum síðar.“ Henni þótti erfitt að heyra af breytingunum. „Það tekur á. Það gerir það. Kannski af því að maður er að hugsa þetta svona. Þetta tekur á.“ Þannig að þessi skimun hefur væntanlega bjargað lífi þínu? „Algjörlega. Það er bara þannig,“ segir Heiða. Hulda Hjálmarsdóttir gagnrýnir að ekkert samtal hafi átt sér stað áður en farið var í breytingarnar. Vísir/Sigurjón Vill samtal Hulda hjá Krafti kallar eftir samtali við konur. „Mér finnst skipta máli þegar skimun hefur verið hagað með þessum hætti í þrjátíu ár, að þegar henni er breytt, þar sem við erum að tala um tíu ára aldursbil að það sé rökstutt og það sé í einhverju samtali við konur í landinu,“ segir hún. Þá þurfi að fara í annars konar breytingar samhliða þessu. „Það sem veldur áhyggjum er að núna er ekki verið að fara að skima ungar konur, sem áður var. Núna í dag er bið í sérskoðun á brjóstum, það er að segja þegar konur finna fyrir einkennum, mjög löng. Það er eiga viðmið að vera um fimm daga en núna er bið allt upp í fimm til sex vikur. Þannig að þetta er ekki aðgengileg þjónusta. Það er finnst mér vera áhyggjuefni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í dag að rökin væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir þetta áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ segir Hulda. Illkynja, p í nul í ti ð en aggress í vt „Það er um 31 ung kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist á ári hverju og margar hverjar eru að greinast í skimun,“ bætir hún við. Ein þeirra er Heiða Dröfn Bjarnadóttir. „Ég varð fertug 13. mars 2020. Ég fékk tveimur mánuðum áður bréf inn um lúguna: „Til hamingju, þú ert að verða fertug. Nú ertu boðuð í skimun,“ segir Heiða. Hún fékk síðan tíma hjá Krabbameinsfélaginu í byrjun mars, og fékk þá fréttirnar sem áttu eftir að breyta lífi hennar. „Þá kemur í ljós að það er krabbamein. Illkynja, pínulítið en mjög aggressívt mein. Æxli lengst inni í brjóstinu.“ Engin einkenni Meinið var hraðvaxandi og hafði dreift sér í eitla. Heiða segist engin einkenni hafa fengið. „Engin einkenni. Engir verkir, engir stingir. Ekkert hægt að finna. Ekkert. Bara því ég fór í þessa skimun.“ Heiða segir að af þeim sökum hefði hún sjálf aldrei óskað sérstaklega eftir því að láta skima sig. Þá hefði hún heldur ekki fengið það í gegn því það þurfi að vera rökstuddur grunur um að eitthvað sé að til þess að fá að fara í skimun. „Það er erfitt að hugsa þetta til enda. Og ég er ekki viss hver staðan væri ef þetta hefði uppgötvast tíu árum síðar.“ Henni þótti erfitt að heyra af breytingunum. „Það tekur á. Það gerir það. Kannski af því að maður er að hugsa þetta svona. Þetta tekur á.“ Þannig að þessi skimun hefur væntanlega bjargað lífi þínu? „Algjörlega. Það er bara þannig,“ segir Heiða. Hulda Hjálmarsdóttir gagnrýnir að ekkert samtal hafi átt sér stað áður en farið var í breytingarnar. Vísir/Sigurjón Vill samtal Hulda hjá Krafti kallar eftir samtali við konur. „Mér finnst skipta máli þegar skimun hefur verið hagað með þessum hætti í þrjátíu ár, að þegar henni er breytt, þar sem við erum að tala um tíu ára aldursbil að það sé rökstutt og það sé í einhverju samtali við konur í landinu,“ segir hún. Þá þurfi að fara í annars konar breytingar samhliða þessu. „Það sem veldur áhyggjum er að núna er ekki verið að fara að skima ungar konur, sem áður var. Núna í dag er bið í sérskoðun á brjóstum, það er að segja þegar konur finna fyrir einkennum, mjög löng. Það er eiga viðmið að vera um fimm daga en núna er bið allt upp í fimm til sex vikur. Þannig að þetta er ekki aðgengileg þjónusta. Það er finnst mér vera áhyggjuefni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira