Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 15:54 Örvar Steingrímsson ofurhlaupari, fyrir miðju, er meðal þeirra sem náði ekki að skrá sig í hlaupið. Laugavegur - Ultra marathon Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira