Margir lykilleikmenn United voru hvíldir og bar Scott McTominay fyrirliðabandið í kvöld.
Hann þakkaði Ole Gunnar Solskjær traustið með því að skora með skalla eftir hornspyrnu á 5. mínútu leiksins, en það reyndist sigurmarkið.
Man Utd átti ekki sinn besta leik og fengu Watford mörg fín færi í leiknum til að jafna. United-vörnin stóð það þó af sér og eru Rauðu Djöflarnir komnir áfram í þessari virtu bikarkeppni.