Lífið

Íslendingur slær í gegn í norska Voice og dómarinn grét

Stefán Árni Pálsson skrifar
Natan gæti farið langt í þættinum.
Natan gæti farið langt í þættinum.

Hinn 21 árs Natan Dagur Benediktsson sló rækilega í gegn í áheyrnarprufu í norsku útgáfunni af The Voice í vikunni.

Natan tók þátt í þáttalið sem kallast blinda áheyrnaprufan og flutti lagið Bruises eftir Lewis Capaldi.

Dómararnir voru allir það hrifnir að þeir ýttu á rauða takkann fræga og vildu starfa með honum. Tónlistarmaðurinn Matoma var það hrifinn af flutningnum að hann táraðist og í raun grét hálfan flutninginn.

Fréttablaðið greinir fyrst frá en tökur á þáttunum hófust í september. Benedikt Viggósson faðir Natans segir í samtali við miðilinn að þeir feðgar hafi ferðast saman til Noregs til að taka þátt og hafa verið þar síðan vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Við ætluðum aftur heim en svo var svo mikið vesen í kringum COVID-19. Við bjuggum hérna áður og systkinin hans búa hér og tölum því norsku,“ segir Benedikt.

Hér má sjá flutninginn í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.